Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


sunnudagur, febrúar 4

Í mömmufaðmi... 

Við Alli flugum austur til mömmu á föstudaginn og höfum dvalið hér í ofáti, afslöppun ásamt því að heimsækja Kolla okkar. Hann er ekkert upp á sitt besta þessa dagana, blessaður... en Alsheimer er óútreiknanlegur sjúkdómur sem ég óska engum. Mamma er svo mikil hetja en hún fer til hans á hverjum degi til að mata hann, en hann er tregur til að kyngja matnum og er hver skeið barátta og hvert sinn sem hann kyngir sigur fyrir hana. Hann getur alveg tekið sinn tíma í að borða en þolinmæðin hjá mömmu er alveg með ólíkindum... hún er hetjan mín. Kolli er misjafn, stundum sefur hann heilu og hálfu dagana og aðra dagana koma af og til orð upp úr honum. Besta gjöfin sem ég hef fengið í langan tíma fékk ég um helgina, en hann opnaði augun og brosti til mín í gær og svo aftur núna rétt áðan. Litlir sigrar... en stórir í mínu hjarta ;) Það eina sem hægt er að gera er að vona hið besta...

Flug eftir hálftíma í menninguna aftur og faðmin hjá ástinni minni en við höfum ekki sést síðan á fimmtudag en Einsi skaust erlendis ... hlakka til að sjá hann... þegar maður hefur verið í sambandi við svona yndislegan mann í svona mörg ár er ég hætt að geta sofið ein... svo það bjargaði mér að Alli deildi með mér svefnsófanum hjá mömmu um helgina ;-)

Vonandi hafið þið öll átt góða helgi, til lands og sveita :)

Comments: Skrifa ummæli