Happý bóndadag!
Ég eins og aðrar konur vil ekki vera eftirbátur neins þegar kemur að rómantískum tilburðum og frumlegheitum á því sviði. Vakti því bóndann í morgun með kossum og ástarorðum, sagði honum að ef hann drifi sig á fætur þá biði hans eitthvað óvænt frammi. Hann hélt áfram að sofa... kl. 09:30 hringdi ég... ítrekaði að það væri söpræs frammi... hann ætlaði að drífa sig á fætur... kl. 10 hringdi ég aftur og sagði honum að drífa sig á fætur því þetta söpræs biði ekki endalaust... sagði honum að fara inn á baðherbergi, standa í gættinni og líta til vinstri - niður... hann sendi mér sms stuttu síðar þar sem hann var að forvitnast um það hvað hann ætti eiginlega að sjá... hann hringdi svo örskömmu síðar... ,,hvað er þetta eiginlega, þetta söpræs...?" ,,til hliðar við þig sérð þú þvottavélina, inn í henni er þvottur... settu hann fyrir mig í þurrkarann, gæskur..."
Honum fannst þetta alls ekkert fyndið :/