Anti sportisti en samt...
Við Sif ákváðum að skella okkur í Jújitsú eða hvað sem það heitir á þriðjudag og var ég með svo miklar harðsperrur eftir það á miðvikudaginn að ég ákvað að fara í sund, synda vel og enda í heita pottinum. Í dag er ég með miklar harðsperrur eftir sundið svo við erum að fara í jújitsú í kvöld... og svo er það skvass á laugardaginn til að taka á þeim vöðvum sem mar er vanur að taka á... þegar maður huxar að skvassið sé eitthvað til að hvíla líkamann þá spyr mar sig...
... er mar að breytast í einhvern íþróttaálf eller vatt?