Smá aðstoð, plís...
Ég var að fatta hver er megin munurinn á þessari meðgöngu og þeirri síðustu, sem var fyrir 14 árum síðan... þetta er mín fyrsta meðganga þar sem ég hef aðgang að hlut sem heitir
Internetið... spáið íþí.. hahaha... þegar ég gekk með Alla minn þá voru bara bækur, prentaðar á blöð, innbundnar í kili...
Nú þarf ég smá ráðleggingar... ef mar ætlar að stofna svona sérsíðu sem maður tileinkar barninu og meðgöngunni, á hvaða svæði er best að gera solleis... Er svolítið á móti Barnalandi vegna kerlinganna sem hanga þar inni (með snöru um hálsinn) ... og veit ekki hver er reynslan af Barnaneti... finnst Blogger vera hálf ómögulegur til þessháttar brúks...
Hvað finnst ykkur kerlum sem hafið reynsluna???