Fimm vikur komnar og farnar...
Gullanóa átti fimm vikna afmæli í gær og var það mikill gleðidagur hjá okkur, eins og reyndar allir dagar eru þessa vikurnar :-) Daman er farin að brúka tunguna í gríð og erg, er að ulla og gera allskonar hundakúnstir með henni - auk þess er hún að brosa meira og meira sem og hjala. Gulla hin fjórfætta (sem við erum reyndar að spá í að endurskíra sem Sæborg Ninja) er svo áhugasöm um nöfnu sína, oft þegar Gulla tvífætta er að grenja og heimtar sinn mat eða að það c skipt á henni NÚNA þá kemur hin og vill fá að hugga, mjálmar hjá henni en gengur aldrei svo langt að snerta hana, sýnir meira svona móralskan stuðning...
Hér erum við vinkonurnar á góðri stund í tjillinu heima í stofu