Næstum mánaðargömul...
Úfff... ljósan kom í dag og úrskurðaði dömuna (sem ég kalla stundum Damaskus því að ég held að börn eigi að eiga fullt fullt af gælunöfnum) 4420 grömm og fullkomna að öllu leyti. Sæborg var svo sneddý að sýna ljósunni að hún er farin að brosa og hjala og gera allsskonar trix, en hún er mikill sérfræðingur á að drulla á allt og alla þegar bleyjan (já, ég er í bleyjuuppreisnarklíkunni!) er tekin frá og loftið fær að leika um bossann. Hún er bara svo sæt og verður alltaf svo glöð þegar hún er búin að losa sig við þetta að henni er algerlega fyrirgefið. Haldið er áfram að finna hinn gullna meðalveg í vélindabaklæðisvandamálum - sem verða vonandi ekki lengi vandamál :-)
Annars fórum við að skoða salinn í dag og leizt okkur ljómandi á - undirbúningur á fullu... ég skrapp líka upp í vinnu í dag að sýna Sæborgu og leyfa liðinu að máta og hér eru myndir af Öldu og Sigrúnu með skvízuna :-)
Alda fer mér vel :-)
Sömuleiðis Sigrún :-)