Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


föstudagur, mars 7

Mánaðar plús 

Búin að verða 4ra vikna, mánaðargömul og einum degi betur :-) Til að halda upp á 4 vikurnar fór Damaskus í fyrsta sinn út í vagn en eftir hálftíma lúr úti í labbitúr með mömmu og Gullu fór mín að ókyrrast. Þóttist ég sjá einkennin af brjóstsviða hjá dömunni svo ég dreif mig með hana heim - þarf að finna út hvernig er best að hafa vagnbotninn stilltan svo daman geti sofið án þess að allt renni upp í kok á henni. Í gær átti daman svo að stíga ákveðið þroskaskref en í tilefni mánaðarafmælisins átti hún að fá að sofa í sínu eigin rúmi (sem er þó í seilingarfjarlægð frá þeirri gömlu) en það var hætt við það - þar sem það það þótti of mikið vesen á erfiðum tímum. Síðastliðnir dagar hafa nefnilega verið Damaskus erfiðir og hefur hún verið mjög óvær og sofið í litlum dúrum. Ég upplifði svakalegan vanmátt þegar hún grét svooo sárt og fann svo til í maganum og það var ekkert sem ég gat gert til að lina sársaukann... nema bjóða brjóstið - sem sefar sem betur fer. Var nefnilega að reka mig á það að það sem ég borða - borðar hún á ákveðinn hátt og appelsínusafi er víst big nónó. Hef yfirleitt fengið mér vatn með lýsinu og vítamínunum eða tesopa - en ákvað í fyrradag að skella í mig safa (fá smá c-vítamín í leiðinni sko...) með svona líka hryllilegum afleiðingum. Ætla sko Aldrei Aldei að fá mér appelsínusafa á meðan ég er með dömuna á brjósti - þessi grátur og vanlíðan var sko ekkert grín og þegar maður er svona stútfullur af hormónum og ást þá þarf lítið til að maður sjálfur fari að grenja sökum eigin vanmáttugar og huxanaleysis... Fékk mér eplasafa í morgun og hefur daman verið tiltölulega lík því barni sem ég á að venjast, þ.e. brosandi og vær. Hún er samt sem áður farin að láta mann vita að hún vill láta bera sig um allt - fattar strax ef ég læt hana frá mér til að gegna einhverjum heimilisstörfum og lætur mig vita að henni mislíkar það mjög. Svo heimilisstörfin bíða... og bíða... og fara ekki neitt... og húsið að fyllast af fjölskyldumeðlinum í kvöld... grrr...

Er að láta sauma á mig svona sling til að ég geti haft hana í poka framan á mér og gefið þessvegna brjóst án þess að túttan sjáist því við erum víst að fara í ferðalag eftir nokkrar vikur... til Afríku! Jújú!!!

Comments: Skrifa ummæli