Dreymdi í nótt að ég ætti að deyja þriðjudaginn eitthvað... það var bara alveg vitað að þann dag átti ég að deyja. Þetta var alger ógeðsdraumur... ég var semsagt með einhvern sjúkdóm en Alli var ekki inn í myndinni (sem betur fer). Svo rann upp þessi þriðjudagur og ég var eitthvað að væflast inn í Hafnarfjörð að skoða líkkistur og svona. Svo fór ég eitthvað upp í vinnu (af sjálfsögðu!) og þótti svo leiðinlegt að vera að fara að kveðja alla og ekkert vinna neitt meir, sérstaklega varð mér hugsað til Svölu samstarfskonu minnar, eki veit ég af hverju enda eru draumar ekki rökréttir að upplagi og eðli. Svo sat ég bara og beið eftir því að dauðinn kippti mér með sér í einhverja leiðindaför.... og flest sem ég gerði þennan dag var miðað við að ég væri að fara að deyja í dag og eitthvað. Þetta var svo raunverulegur draumur að ég vaknaði grenjandi eins og ungabarn fyrir sjö í morgun... en rosalega var gaman að uppgötva að ég ætti framtíðina fyrir mér! Ekkert að fara að deyja neitt, að vísu væri alveg eftir mér að deyja í dag... fá gervitungl í hausinn eða eitthvað... nei, spaug. Úps, nú enda ég endanlega í Helvíti ;-( Var að vinna til eitthvað um níu-tíu í gærkvöldi... þetta er augljóst merki um að fara jafnvel að draga út því.. ekki hanga heima á fríkvöldum í vinnu ;-( Eða kannski hafði dávaldurinn þessi áhrif á mig? Kæmi mér ekki á óvart að maður færi í sjálfsmorðshugleiðingar eftir þetta upplevelse með Sirrý ;-(