Þá er sunnudagurinn barasta kominn, runninn upp með sínum hagléljum, snjókornum, vindi og fleiri ógeðslegheitum. Var að skríða inn áðan og tók þá ekki bara nóaflóðið á móti mér, ég hafði gleymt að loka nýju, fínu Velux-gluggunum mínum þegar ég hélt að heiman upp úr miðnætti í nótt! Arg.. en þá er maður búinn að skúra og þarf ekki að setja mottuna í þurrhreinsun... hún fékk duglega vökvun ásamt eiginlega öllu sem tilheirði forstofunni/stofunni;-/ Það merkilega er að ég fór edrú á bílnum níðrí bæ og hefði því átt að vera með fulla meðvitund þegar ég lokaði hurðinni.. ne neinei... Það var semsagt farið edrú niðrí bæ... ég hélt að það yrði ömurlegt eins og alltaf, en merkilegt nokk þá var þetta besta egósprauta sem hægt var að hugsa sér:-) Vorum að kveðast á á barnum okkar frameftir nóttu með viðkomu á Kaffi Viktor... einhver sjálfspíning í gangi:-/ Eníveis... ágætt kvöld sem endaði mjög mjög vel og nú er maður saddur og mettur, óþunnur og búinn að skúra stofuna og er að fara að ná í hann Alla Skralla... get ekki beðið eftir því að liggja upp í sófa með honum og faðma hann bara... sakn sakn...
Söngkeppni Framhaldsskólanna var alveg merkilega skemmtileg í gærkvöldi... en hvað var hún Ellý þula að þykjast vera? Í einhverjum netabol og með rapparataktana á hreinu... það var fyndið:-) Margir skólar stóðu sig frábærlega, aðrir verr og var þetta hin ágætasta skemmtun, með tilheyrandi klúðri að hálfu RÚV og hallærislegheitum:-) he he he...