Það er komið sumar, tra la la la la la la la... Gleðilegt sumar allir saman:-) Held að þetta sumar verði gott, spái góðviðri, votviðri, sól, blíðu, rigningu, roki og logni. Allt þetta á eftir að koma í ljós og þá skalt þú muna, lesandi góður að ég hef rétt fyrir mér. Hef alltaf rétt fyrir mér. Vann í dag en náði þó að fara í góðan göngutúr með Sif og Einari Inga, dúdlýdúss í Nauthólsvíkinni. Er að vinna að því að Sif fái sér línuskauta og kynnti henni það sport í dag, nú veit hún allt um muninn á abec 1 og 11, hvernig er besta að renna sér og bara hvað þetta er ógeðslega gaman. Við Árni fórum á 3ja tíma siglingu á línuskautum í gær og hafði ég ekki stigið á þá síðan í haust, datt ekkert meðan Árni skrapaði göturnar... hann er líka alltaf að reyna að vera töffari :-/ Held að Sif ætli að fjárfesta í skautum, amk er Alli að safna og held ég að þetta sé ein besta líkamsrækt sem hægt er að stunda. Get ekki skilið þá áráttu að keyra á líkamsræktarstöð til að fara á hlaupabretti og hlaupa í svitafýlu, horfandi á Friends. Best er að hafa eitthvað skemmtilegt og lifandi fyrir augunum, hreint loft og þú þarft ekki að borga tugi þúsunda fyrir þennan pakka. Getur farið þegar þú vilt og fer ekki illa með liðamót og hné, nema þú dettir. Já, þetta var semsé sporttipp dagsins... og það eina sem ég hef komið með hingað til, kem líklega ekki með fleiri enda eru aðrar íþróttir leiðinlegar, nema veggjatennis.... og blak.... og handbolti, of kors... Hvað er að fólki sem horfir á gólf í sjónvarpi? Hvað er að fólki sem horfir á fótbolta að staðaldri í sjónvarpinu? *hrollur*