Guð hvað hann Finnur minn hjá ME er mikil dúlla, haldiði ekki að hann ætli sjálfur prívat og persónulega að hjóla í hann Eyjólf skólameistara hjá FAS og kennara minn í Landafræði og telja hann á að Sigga litla fái að taka prófið :-) ekki það að ég eigi ekki að fá það, karlinn er bara í einhverri fílu og er að láta það bitna á mér... það má ekki gerast. Annars var voða fínt að mæta til vinnu í dag, lá við að maður væri farin að sakna vinnufélaganna og hvað væri að gerast í þeirra lífum, hver gerði hvað með hverjum um páskana... þetta vanalega. Helgi nýkomin frá Höfn og útlöndum og ekki er ég enn farin að fá neitt nammi, eða toll... skil ekki hvað er að gerast. Annars erum við að spá í að fara að skella okkur á kajak í Hvalfirðinum fljótlega, ef Úffi kemur ekki bráðlega til landsins verður farið samt sem áður, syndir sem ósyndir... Er annars að rembast við að klára að gera fleiri verkefni í uppeldisfræðinni, er komin að þeim kafla þar sem barnamenning er hífð til skýjanna og er leiðinlegt að vita til þess að maður hefði getað bjargað geðheilsu barnsins síns með því að rækta þá eiginleika aðeins meira... en svo lærir sem lifir :-)