Omg... var að setja í buxnavél.. sem er ekki í frásögur færandi, nema það að ég fer eitthvað að skoða gallabuxurnar hans Alla og ber þær eitthvað við mig, prófa að máta og haldiði ekki að kerlingin komist í þær OG geti rennt upp? Ef þetta er ekki merki um að barnið manns sé að vaxa úr grasi þá veit ekki ég ekki hvað... auk þess vorum við eitthvað að tala um að kaupa handa honum línuskauta í dag og ég fer eitthvað að skoða skóna hans... 39 takk fyrir! Er að spá í að láta ,,barnið" fá bara mína skauta, enda eru þeir ekki nema númer 41 og hann ætti að passa í þá í næstu viku, eða svo :-/