Úff... var að fá bréf frá
ME, þar sem nýstúdentar eru minntir á ýmis praktísk atriði... fékk hroll og smá sjokk þegar ég sá að þetta húfutetur kostar sexþúsundkall!!! Hvað er það eiginlega? Er hún gerð úr gulli, silki eða snerti Jesús þessar húfur? Hneyksl! Og af sjálfsögðu bjallaði ég í mömmu til að hneykslast... en neinei.. þú skalt kaupa þessa blessuðu húfu, við mætum á staðinn og ekkert múður! Svo að núna erum við að reyna að finna sumarbústað á Einarsstöðum og ég þarf að redda mér fríi til að geta sett upp þessa blessuðu sexþúsundkrónahúfu... rosalega verð ég ánægð þegar þessu öllu er lokið... finnst ekki eðlilegt að vera undir stöðugum lærdómsþrýstingi, fyrir utan að vera bara venjuleg manneskja sem er að vinna vinnuna sína og reyna að ala upp barn. Fæ alltaf slæma samvisku þegar við Alli erum í fjölskylduleik... og rosalega verður gaman að geta farið í Nauthólsvíkina eftir vinnu í sumar og lesið bók mér til skemmtunar, eða bara sleppt því:-) uummm.... sumarið.... nammi.... er að hugsa um að láta það líða hjá í hitamóki, með dash af sólbruna og miklum freknum.... mmmmmmm....