Undur og stórmerki gerðust í Mávahlíðinni í gærkvöldi, Alli skralli ákvað að taka til í herberginu sínu og ekki bara búa til gangveg eins og vanalega heldur taka til í alvörunni :-) Þetta byrjaði allt samana á því þegar hann sá Einsa skúra og ég bað Alla um að taka sérstaklega eftir því að þetta gætu karlmenn af og til og að hann ætti að taka sérstaklega eftir hreyfingunum, hvernig hann snéri moppunni í hringi og skolaði reglulega úr henni... þetta fannst Alla alveg stórmerkilegt og greinilega smitaðist af einhverskonar hreingerningaræði... eða var það 500 kallinn sem ég gaf honum sem reið baggamuninn? Eníveis, herbergið er hreint núna... í augnablikinu:-) Batnandi barni er best að lifa. Annars er Alli einn sá mesti karlskúrkur sem ég þekki, það líður mér seint úr minni þegar barnið plammeraði framan í móður sína þegar hún var að deita sætan strák og sagði honum frá því og barnið kom þá með þessa skemmtilegu athugasemd: ,,Já, en mamma... þú ert með svo lítil brjóst!" Þetta er eitt af þessum gullnu augnablikum sem maður gleymir ekki og ég skal sko koma með þessa sögu þegar hann, bólugrafinn á unglingsárunum kemur heim með einhvern flatbrjósta bekkjarfélaga sinn heim til að kynna fyrir mömmu. Heheheh... ég á líka fullt fullt af myndum af honum í baði... og platta sem segir ,,ég elska þig mamma"... tækifærin eru fjölmörg:-)
Annars er fullt á stefnustkánni og maí að verða fullbókaður... ég sem ætlaði að hafa það svo rólegt þá. Bylgja og Rúnar halda upp á þrítugsafmælið sín á miðvikudaginn á Vídalín, þá verður stuð... veit bara ekki hvað maður á að gefa fólki sem er búið að vera saman síðan þau voru sautján, gift og með tvö börn.. eiga allt. Okkur mömmu datt í hug að gefa þeim kajaksiglingu og láta gjafabréf á barnapössun fylgja með... veit ekki. Ekki er hægt að senda mér hugmyndir því commentkerfið er enn í skralli :-( Ef ykkur dettur eitthvað verulega sniðugt í hug er hægt að senda mér emil. Svo erum við að fara á
Rauða spjaldið á laugardagskvöldið, hef heyrt ansi misjafnar raddir um það stykki, vonandi verður það ekki kvöl og pína... mamma og Kolli eru að koma í bæinn og verð ég að hafa einhvern tíma um næstu helgi til að sinna þeim aðeins, amk er ég ekki núna í neinni árshátíðarnefnd svo að ég ætti að geta gefið mér eins og tvo tíma með mömmu í Kringlunni... er að vísu að fara í upplestarfrí og ætla að nota það vel :-)