Þar höfum við það... brjálæðislega fyndið að Ingibjörg skyldi ekki hafa komist inn... hahaha... og ágætis rassskelling á Dabba að hafa misst svona mikið fylgi í sínu kjördæmi.. ég er sátt við þetta :-) Annars er ég komin með upp í háls af þessum kosningum, vildi óska að það væri eitthvað fleira og meira í fréttum en bara það. Af öðrum fréttum ber það hæst að við Ásta vorum ekki handteknar í nunnugervum okkar, þrátt fyrir mikinn brotavilja af okkar hálfu (sérstaklega Ástu). Við vöktum ákaflega mikla athygli, sérstaklega þegar við löbbuðum Miklabrautina með sígó í annari og bland í hinni, fólk snéri sig með handafli úr hálsliðnum til að fylgjast með okkur. Við fórum upp í VR til að heilsa upp á félaga okkar þar og þar vorum við myndaðar í bak og fyrir. Svo var haldið beint upp í Kringlu þar sem Robbi bauð okkur upp á bjór, þar brakaði einnig í hálsliðum... mesta brakið var samt eiginlega þegar við fórum niður á hallærisplan og dönsuðum villt og galið á einhverri hátíð sem Samfylkingin hélt... Lalli Jóns var ánægður með okkur og dansaði með, Hreimur söngvari vissi eiginlega ekki hvað á sig stóð veðrið og allir voru hálf kindarlegir á svipinn :-/ Kindarlegasti svipurinn kom samt á bæjarstóra vor þegar við hittum hann á gangi í Austurstræti... hann varð eins og ég veit ekki hvað... en við útskýrðum málið og honum virtist létta .-) Svona var þessi dagur, brak í hálsliðum og stór augu. Vona samt að við höfum ekki valdið verulegum skemmdum á ungum sálum sem urðu vitni af þessari óguðlegu hegðun þessara nunna.
Annars var þessi helgi bara fín, afslöppun með Einsa og syni í gærkvöldi og náði að sofa til hádegis í dag... merkilegt nokk miðað við að ég er búin að vakna klukkan 6 endanfarna morgna. Bara fegin að þessum prófun skyldi vera lokið svo maður geti farið að hegða sér eins og manneskja með áhugamál og hitta fólk aftur. Ætlum að skella okkur í bíó í kvöld, fá smá hryllingsskammt og mamma og Kolli á leiðinni í bæinn. Líka fegin að ég hef loksins einhvern tíma til að vera með þeim, síðast þegar þau komu var ég á kafi í próflestri og þar á undan á kafi í undirbúningi fyrir árshátíð Eddunna. Já, sem minnir mig á það... allar mæður, til hamingju með daginn í dag!!! Þetta er okkar dagur og um að gera að njóta þess:-) Allir að lauma einhverju góðu til sinna mæðra, því það er ekkert grín að koma eins og einu stykki af barni út úr sér :-/ Þótt að það sé bara eitt símtal, knús, faðmlag eða blóm...