Fékk tölvupóst frá forritaranum mínum í dag, henni var sagt upp frá og með 1.maí. Það sama gildir um fjórar aðrar lykilmanneskjur í fyrirtækinu... fjórar fjölskyldur... þar sem Penninn er að kaupa búðirnar okkar þá er ekki þörf fyrir allt þetta starfsfólk. Ég mótmæli því, sumum af þessum uppsögnum amk. Vinkona mín, forritarinn, vann að litlu leyti við að hjálpa búðunum, hún var mest megnis (fannst mér) að hjálpa mér í tölvukerfinu hjá klúbbunum og hefur gert marga góða hluti þar. Ekki get ég leyst þau mál sem koma upp hér eftir, þótt ég hafi góða þekkingu á þessu kerfi kann ég ekki rassgat í bala að forrita eða fikta í þessum kefi eitt né neitt >:-( Því þarf að kaupa þessa vinnu á fullu verði frá tölvufyrirtæki úti í bæ, af aðilum sem vita hvorki haus né sporð á einu né neinu og þá er að garanterað að það koma einhverjir byrjunarörðugleikar og klúður, sem aftur leiðir til minnkandi afraksturs hjá okkur... skrýtið að vera svona mikill hagfræðingur. Próflesturinn gengur svona ágætlega, stefni bara á að ná... geri mér engar frekari vonir. Þessi dagur er samt sorgardagur, því þarna sér maður á eftir mörgum góðum vinnufélögum sem hafa staðið með manni í gegnum súrt og sætt, góðir félagar sem erfitt verður að fylla í skarðið... andskotans endurskipulagningar :-(
Voandi verður samt laugardagurinn til lukku, við ætlum að skella okkur í leikhús í tilefni dagsins :)