Fékk mæðragjöfina mína í gær frá Alla Skralla. Hann var búinn að segja mér að það biði eftir mér svolítið söpræs þegar ég kæmi heim og ég alveg á spaninu heim, hlakkaði ekkert smá til... Svo þegar ég skríð upp stigan, lafmóð og froðufellandi af forvitni bíður mín umslag á eldhúsborðinu ,,hvar er mest fíla" -stóð á því... ég horfði spurnaraugum á Alla og var að spá í hvort að hann hefði verið að sniffa úr ísskápnum (langt síðan hann hefur verið tekinn í gegn, auk þess safna ég alltaf matarleifum sem við borðum aldrei)... nneinei, engin óeðlilegur gljái á þeim, svo að még datt klósettið í hug. Rauk þangað og þar beið mín annað umslag ,,nudd olja" hummm... staðsett á bannsvæði í svefnherbergi mínu og vissi ég ekki alveg hvað þetta blessaða barn var í mikilli vímu:-/ Eníveis... undir náttborðinu beið mín annað umslag og stórkostlegur púði sem barnið hafði verið tvo mánuði að sauma í handmennt. Á miðanum stóð: ,,elsku besta mamma mín ég elska þig og þú ert besta mamma í öllum heiminum og líka eina mamman sem ég á." Eru þessi krútt ekki mikil krútt??