Ojæja, þetta er næstum því í lagi, nafnið bara í dulitlu rugli en það er ok, laga það bara þegar ég kem úr sumarfríi. Annars er verið að pakka á fullu, þvo og undirbúa sumarbústaðarferð. Við fáum Egil lánaðann svo Alla leiðist ekki, ég gæti alveg trúað því að eftir nokkra daga með mér, mömmu og Kolla (30-67-80 ára) þá væri hann orðinn svolítið leiður á að tala um veðrið, stjórnmál og þetta fullorðna dót. Svo að Egill kemur líka, sem er alveg ágætt, þægilegur og hlýðinn drengur þar á ferð :-) Mamma og Kolli eru að koma í bæinn og ætla að gista hjá okkur í nótt, sem skapar vandamál, þar sem við erum ekki lengur bara tvö ég og Alli. Því gistum við Einsi heima hjá honum og ég fæ þá fría barnapössun í leiðinni.. hehehe. Við ætlum að borða öll saman í kvöld (omg, aumingja Einsi) en það er ekki svo auðvellt, þar sem ég borða ekki hvað sem er (ekkert úldið, reykt, hangið eða skemmt að neinu leyti), mamma borðar reyndar allt, Kolli borðar allt sem er úldið, reykt, hangið og skemmt og hellst ekkert annað, Einsi borðar allt nema pepperoní og Alli er sér kapítuli út af fyrir sig... hann borðar það sem hann er í skapi fyrir, sem getur verið mjög undarlegt :-/ Þannig að... ég er í smá krísu... held að ég endi á að vera með tví- eða þríréttað, sem er ekki nógu gott því við leggjum af stað í fyrramálið og þá mega engir afgangar veða eftir í ísskápnum sem skemmast á meðan. Annars er fínt að hafa bara áhyggjur af því hvað maður eigi að hafa í matinn... alveg ágætt að vera bara í sumarfríi og þurfa ekkert að spá í útsendingar, bilaða kúnna, týndum vörum og innheimtubréfum. Ég sóla mig og slaka á í fríinu fyrir samstarfskonurnar mínar líka... sendi þeim hér með samúðarkveðjur, það er spáð sól og hita fyrir norðan, á meðan það á að rigna hér fyrir sunnan :-/ Annars vorum við Alli að koma frá nýja heimilislæknuinum okkar, hann er ungur, fyndinn og heldur með Liverpool (því miður). Alli sagði að hann hlakkaði mikið til að verða veikur aftur svo hann gæti hitt þennan skemmtilega mann... ég krosslagði lappir og sagði honum að vonandi þyrftum við aldrei að sækja okkur læknishjálp framar :-) Karlgreyjið er kominn með frjókornaofnæmi og ég þarf að kaupa rándýr lyf svo barnið getir hlaupið um í náttúrunni... 2.000,- fyrir nefúða, það finnst mér vera svolíðið túú möts :-/ Annars verður semsé lítið, ef nokkuð um blogg næstu vikuna... við verðum í sælunni, sólinni og ánægjunni fyrir norðan og bið ég ykkur öll vel að lifa á meðan, skemmtið ykkur vel í rigningunni, súldinni og menguninni :-)