Ég er með mörg börn þessa dagana, eiginlega einskonar
Heiðusyndrome :-) Var með Egil í útilegu hjá okkur í nótt, það gekk svona ágætlega og svo er ég að passa
Einar Inga í dag, fyrir utan að vera með mitt eigið barn... þetta er kændof of mikið af því góða, enda fer Einar Ingi í pössun til Helga og Áslaugu á eftir og Alli til pabba síns. Þá hef ég fullkomið tækifæri til að finna mig aftur sem manneskju, hætta að ala einhvern upp og vera bara óþekk stelpa. Tilvalið tækifæri til að fara á leiksýningu hjá Hugleik í Borgarleikhúsinu í kvöld og skemmta mér með því mæta fólki á eftir :-) Júhú! Dagurinn hefur gengið ótrúlega vel, Alli verið eins og engill við Einar Inga (hann þolir yfirleitt ekki lítil börn en hefur tekið miklum skakkaskiptum eftir að hann eignaðist systur) og hjálpað mér að passa hann... enda veitir ekki af aðstoðarmanni þegar svona lítið barn á í hlut.... skil ekki hvernig þessar einstæðu mæður með kornabörn fara að. Dagurinn sem Fálkaorðan fellur í þeirra hlut verður almennur h-tíðisdagur.
Við skelltum okkur í línuskauta á fimmtudaginn,
Sif og
Alli í fyrsta sinn... það var gaman og alveg með ólíkindum að Alli skyldi koma heim óbrotinn eftir að hafa farið á mína línuskauta, sem eru númer 41... og Sif einnig þar sem þetta var hennar júmfrúarferð.
Æji, held að ég leggi mig bara... svei mér þá... zzzzzz.....