Andskotinn... ég er brjáluð! Var að komast að því að læknirinn ,,minn" (afleysingafífl) var að láta mig prufa einhverja helvístis lágskammtapillu, sem virkar ekki rassgat. Er hér með búin að ákveða að allir nýútskrifaðir læknar eru ekki starfi sínu vaxnir, sérstaklega ekki þegar maður fær alltaf í andlitið ,,villtu prufa þessa tegund af pillu?" og bíða eftir gáfulegu svari frá mér... eins og ég hafi verið í H-skólanum í mörg ár að fræðast um líkamsstarfsemina? Þeir eiga bara að hafa vit fyrir manni og vit á því að LAGA HLUTINA!!! Þessi pilla er sémsé fyrir mjög ungar stúlkur og með lágmarkshormóna... eitthvað sem ég þarf ekki... þarf alvöru pillu fyrir alvöru konu, skriðin yfir þrítugt og alles... hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Gaddem... það versta er að þegar ég er að kvarta yfir því að hafa verið of stutt ekki á blæðingum (10 dagar eru ekki eðlilegt) þá koma þeir með eitthvað ,,já, við finnum eitthvað..." Það eru ekki þeir sem eru alltaf á túr, alltaf með áhyggjur af því að þessir blessuðu vængir virki ekki sem skyldi og að þegar maður standi upp þá grípi allir andann á lofti... þurfa ekki að pæla í hvursu marga tappa maður eigi að fara með í vinnuna eins og eitthvað nesti... helvítis, það er ömurlegt að vera kerling... kerling á túr >:-(