zzzzzzzzzz...... *rumsk* *geisp* Það er erfitt að vera til þessa dagana, dásamlega erfitt, svefninn tælir á ótrúlegustu tímum, en á kvöldin er maður glaðvakandi og ferskur eins og á sunnudagsmorgni:-ö he he he... er að undirbúa fríið mitt af miklum móð, þ.e. keypti mér eina kilju í dag, eina spólu fyrir Alla, LoveStar, fékk lánaða Israel - saga af manni í vinnunni og bíð eftir ró til að geta lesið Heimsljós I.. númer II kemur í júní... Nauthólsvíkin verður tækluð með stóru tjé-i og legið þar í rólegheitum fyrstu vikuna í fríinu, enda lítur út fyrir að Alli verði enn fyrir austan í sveitasælunni. Gleðifréttir vikunnar, mánaðarins, ársisns eru tvímælalaust ótrúlegur bati Siggu Láru... þetta er alveg með ólíkindum og gæsahúð út um allt... til hamingju með heilsuna mín kæra og njóttu vel! Leiðinlegt bara að heyra að Orminum sé lokað, einmitt þegar tækifæri er til að fagna, að austfirskum sið :->
Annars er lítið að frétta, keypti blóm á leiðið hennar ömmu í dag og er að bíða eftir að það vaxi á mig grænir fingur svo ég geti troðið þeim í kerið. Alli er að fara austur með pabba sínum á föstudaginn og þá er aldeilis tækifæri fyrir mig að vaða, usla og busla í herberginu hans, henda gömlu drasli, mála og setja upp fataskápa. Nei, annars, ætlaði að lesa og hafa það notalegt... kem væntalega til að sakna hans í öllum þessum notalegheitum... best að vera ekkert að hugsa um það strax, nenni ekki að fara að grenja... ekki strax :-/