Nú voru þær fréttir að berast að Samkeppnisstofnun gerði engar athugasemdir við sameiningu Pennans og Bókabúða Máls & Menningar... það þykir mér skrítið en þeir hljóta að vita eitthvað meira en ég og vinna líka við að greina svona hluti. Mér finnst bara sumir risar geta orðið óþægilega stórir og síst er undanskilinn risinn sem ég vinn hjá... kaupmaðurinn á horninu líður senn undir lok og litlu bókabúðirnar eru semsé á förum. Þessi blessaða Samkeppnisstofnun er að mínu áliti ekki alveg að gera sig, hvað eru þeir t.d. búnir að gera með olíufélögin? Ekki neitt... andskotans...