Hóm svíííít hóm :-)
Mikið er nú gott að vera komin heim til sín... Við erum búin að bralla margt og mikið í þessari vikuför okkar. Akureyri tók hlýlega á móti okkur á föstudeginum með sól og hita, laugardagurinn var einnig frábær en svo ekki söguna meir... rigning, úði og allt þess á milli. Þá var ekkert annað að gera en að skoða sig um og finna eitthvað annað sér til dundurs en að glóðasteikja sig í sól og sumaryl. Við skruppum á Mývatn, Dalvík og allt þess á milli. Skoðuðum nokkur söfn, heimsóttum vini og ég veit ekki hvað og hvað.
Myndir komnar á netið af þessari ferð okkar. Nú er maður búinn að túristast mikið og ekkert annað sem býður en vinnan á mánudaginn, mikill þvottur, skítur og skömm í hverju horni hér í Mávahlíð 9... en mikið var nú gott að komast heim og hitta kallinn... tíst, tíst... Í dag er planað að þvo smá, Einsi er að fara í leynileiðangur sem kemur ekki í ljós fyrr en eftir helgi og ætla ég að finna mér eitthvað annað til dundurs á meðan. Heiða Skúla kom með þeim feðgum í heimsókn í gærkvöldi og kannski maður bralli eitthvað með henni... allt gert til að forðast þvottavélina <:-)