Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


fimmtudagur, júlí 10

Ja, hérna!

Já, það er ekki hægt að segja annað en að hlutirnir geti gerst hratt hér á bæ. Vinnufélagi minn spurði okkur í gær hvort við vissum ekki af íbúðum til útleigu fyrir kvikmyndagerðarfólk eitthvert sem er að fara að skjóta einhverja mynd hér á landi. Strax varð mér hugsað til mannsins sem vermir ból mitt og hjarta, því hann fer austur í ágúst og íbúðin hans stendur auð á meðan. Böt þer vas a kets... þau þurfa íbúðina núna. Svo að nú er ég að hliðra til fyrir þessum betri helmingi mínum... reyndar er ég ekki að því núna... bara að drekka bjór og njóta þess að vera ein... svona rétt á meðan það endist :-) Nú, til þess að koma fyrir 1. stk. karlmanni þarf maður væntanlega að:
1. Fylla ísskápin af bjór/íslensku brennivíni
2. Hliðra til í fataskáp
3. Færa fataskáp inn til Alla
4. Hliðra til þar svo fataskápur komist þar fyrir
5. Sem þýðir taka til *púfff*
6. Setja upp nýjan fataskáp í svefnherbergi
7. Hliðra til inni á baði
8. Sem þýðir að uþb 8 kg. af handónýtu snyrtidrasli, sem býður upp á auðveldar lausnir, fara beint í ruslið. Engin söknuður þar.

Btv... þetta helvítis Weet drasl virkar ekki rassgat. Búin að gera þrjár mjög svo heiðarlegar tilraunir til að afnema hár af mínum kálfum með þessu undratæki, en ekkert virkar. Veit ekki hvort hárin mín eru svona óðelileg, virka bara svona venjuleg... en það er eitthvað. Getur verið að þetta drasl virki bara í safaríferðum? Ja, ég bara spyr.

Var að heyra í Ástu Kristínu áðan. Hún er að vinna á Hótel Skaftafelli og ætlaði aldreilis að svolgra í sig náttúruna í sumar, ekkert djamm og vera laus við allan karlpjéning. Svo er raunin allt önnur. Hún er að slá sér upp og hefur ekki verið edrú síðan hún mætti á svæðið... svona fer sveitin með sumt fólk. Annars er aldrei nein lognmolla í kringum hana Ástu... ætla einmitt að skella mér til hennar um þarnæstu helgi. Minnir mig á það að ég á einmitt eftir að gera þessa blessuðu smásögu sem við Ásta ætlum að gefa hvor annari í jóla/ammælis/útskriftargjöf. Smásagan á að vera byggð í kringum setninguna ,,kona fer út í búð og kemur aftur heim". Hvernig við túlkum hana á svo eftir að koma í ljós... vonandi fljótlega. Hef amk mikinn frítíma þangað til ég fer í sumarfrí aftur. Allt of mikinn...

Annars ætlaði ég að fara í útlilegu með Sigguhrönn um þessa helgi en aflýsti henni eftir að þessa blessaða kvikmyndagerðarfólk setti strik í reikninginn. Gef mér tvo-fjóra daga í þessar breytingar... miðað við núverandi bjórdrykkju:-/

*rop*

Alli, gússýgúss, er kominn á Stöðvarfjörð og verður þar til ágústbyrjunar, vonandi verður sólin eitthvað búin að skína á okkur Reykvíkinga áður en það gerist. Búin að setja mér það persónulega takmark að fá fleiri freknur en hann... óvinnandi... en ég reyni.

Komst að því í gærkvöldi að ég á enga vini eftir... langaði svo mikið út að kíkja á kaffihús eða eitthvað enda er maður upptendraður eftir 11 tíma vinnulotu. Allir voru með einhver önnur plön eða ekki náðist í þá. Lýsi hér með eftir vinum mínum... þótt við séum afskaplega skotin þýðir ekki endilega að við viljum vera ein...

Komst líka að því í dag að það er slæmt að fara að vinna eftir aðeins 5 tíma svefn...

Fékk Iceland Review í gær, sem er frábært því það þýðir að áskriftarkerfið hjá þeim hjá Heimi virkar. Þetta er eiginlega barnið mitt, því ég sá um þetta kerfi... alveg ævafornt og ég þurfti að læra á það frá grunni on mæ ón. Sem gerði mig ómissandi... þetta kerfi er mjög sniðugt og hafði alla burði til að verða alveg meiriháttar. Vantaði bara herferðir fyrir ákrifendur, fjölga þeim dulítið, því þeir voru að deyja frá okkur í ummvörpum. Vonandi gengur þeim vel hjá nýju fyrirtæki :-) Man alltaf eftir einum kalli, David frá Íran.. eða var það Írak? Þessir áskrifendur höfðu mikil persónuleg tengsl við okkur í áskriftinni, voru alltaf svo þakklátir fyrir þjónustu sem maður veitti þeim... eitthvað annað en margur Íslendingurinn. Þessi David var miðaldra maður sem hringdi alltaf einu sinni á ári og fannst svo gaman að spjalla. Svo hló hann eins og vitlaus maður þegar hann fékk að vita hvernig veðrið var hérna... áskriftin hans rann alltaf út í kringum áramótin, svo það er ekki að undra að hann hafi hlegið...

Hugsa að ég pakki þessi blessaða tölublaði af IR (Iceland Review) og sendi til Svandísar... lauma jafnvel með ammælisgjöf... *úúúpppsss, kom upp um mig*

Jæja, er svei mér þá barasta að verða full og farin að röfla....



Comments: Skrifa ummæli