Rúm vika síðan ég bloggaði síðast... ekki nógu gott, en hef þá afsökun að ég hef ekki nennt því :-) hehehhe.... Alli var veikur á þriðjudaginn og á föstudaginn, svo ég hékk heima... og svaf... held að ég hafi verið slappari en hann á tímabili. Það er bara svo óhugnanlega gott að fá sér eftirmiðdagslúr, gott fyrir útlitið en slæmt fyrir heimilisstörfin... en rykið fer ekki neitt og það er aldrei neinn sem kemur í heimsókn sem gerir úttekt á hreinlætinu á þessu heimili... sem betur fer :-)
Við fórum á Matrix í lúxussal.. og ég hef ákveðið að byrja bara að snobba duglega í bíjómálum, ætla hér með alltaf að fara í lúxussalina ef það á að glápa á einhverjar flottar myndir. Næst er það Lord og the Rings eftir áramót... hlakka til.
Annars get ég lítið mælt með þessari mynd, sammála mörgum sem hafa gagnrýnt hana.. mér fannst hún ekkert spes.. ef satt skal segja. Það eina sem gerði hana virkilega góða var að mar var í hægindastól með fótskemli... Við fórum um daginn á Kill Bill... mæli ekki heldur með henni. Er orðin virkilega þreytt og pirruð á þessum korters slágsmálaatriðum, svífa í loftinu-kjaftæði og drulla. Ef einhverjir vilja sjá hana ráðlegg ég þeim að bíða eftir seinni hlutanum og taka báðar í einu... þessari lýkur eiginlega í miðri setningu og verður mar búinn að gleyma fyrri hlutanum þegar sá seinni kemur í bíó.
Af húsnæðismálum er það að frétta að forstofuherbergið er búið; jibbí! Einnig tókum við baðherbergið um síðustu helgi, skiptum um veggborða og hillurnar voru bæsaðar. Nú er það eins og nýtt... eða nýlegra... Í dag er stefnan tekin á eldhúsið, ofninn tvíþrifinn í dag og haldið upp á það með því að
baka smákökur. Um næstu helgi ætlum við að mála og græja íbúðina hans Einsa og gera hana assalega fína. Hún fer svo bara á sölu og þá verður ekki aftur snúið... nema úr hálsliðnum :-)
Við fórum í ammæli til
Sögu um síðustu helgi... það var gaman :-)
Heiða hafði bakað ýmsilegt góðgæti, eins og hennar er vani og vísa :-) Á eftir fóru
drengirnir aleinir í bíó að sjá Matrix og sáu um sig sjálfir, komu sér úr bíjói aleinir og beint heim í mat. Þetta fannst mér, persónulega, vera mikið skref hjá Alla mínum í 8-ina að verða fullorðin karlmaður. Annars er hann að fara í e-a greiningu hjá sérfræðingu vegna athyglisbrests, hann á orðið mjög erfitt með námið og sundið er allveg í klessu. Best að grípa inn í þá þróun, fyrst ég er loksins komin með skólann og barnsfaðirinn á mitt band. Fer með hann til Eyjólfs heimilsilæknis á mánudag í tvöfaldan tíma og ætlar hann að kíkja á drenginn áður en lengra er haldið. Það er víst eitthvað teymi í gangi fyrir svona greiningar, vona að hann hafi ekki verið að vísa í Greiningarmiðstöðina, þar er víst einhverra ára biðlisti og barnið mitt þolir ekki lengri bið. Mér finnst nóg að ég hafi verið að tuða og væla síðan í 1.bekk.... er hætt því og ætla að láta fagfólk um þetta héðan af:-)
Haldiði ekki að það sé komin Jólastöð í loftið, FM 90,9!!! Spilar bara jólalög núna í nóvember... persónulega finnst mér það vera of snemmt, en gott að hafa þá amk valið. Versta er að þau virðast spila mikið að Celine sinneps-ógeðinu... langar alltaf til að hitta hana í dimmu húsasundi og löðrunga duglega...
Nú ætla ég að bregða mér í uppáhjaldsleikinn okkar
allra... GTA Vice city... það er ssvvooo gaman :-)