Snjókorn falla...
Eru ekki allir komnir i jólaskap? Hlustaði á jólalög meðan ég undirbjó matinn og það er alltaf svo skemmtilegur fílingur... Er ekki ennþá komin á nagladekkin, enda þarf þess ekki strax.. því þetta er skammvinn sæla, veðurstofan spáir hita og látum út vikuna :-( Við Sif vorum að skipuleggja piparkökumálun og allskonar skemmtilegt í gær... það er nebblilega ekkert svo langt í jólin skal ég segja ykkur... Ég sé fram á að vera ennþá í íbúðinni minni fram yfir áramót, svo það er eins gott að slaka bara á í húsnæðisleit og gera heimilið kósý og útleiguhæft. Málaði forstofuherbergið um helgina og mikið er nú gott að vera búin að því... glugginn þar var alltaf með spasl og læti en ekki lengur. Nú er þetta fallegasta herbergið og aðeins eftir að mála tvö... og ganga frá tveim gluggum, mála þá og smá loft, hér og þar. Mikið verk framundan... Mikið verk er líka framundan í íbúðinni hans Einsa og ætlum við að mála hana í mánuðinum, áður en hún fer á sölu. Ef ég fengi krónu fyrir hern þann aðila sem hefur lýst yfir áhuga á að fá íbúðina mína leigða... þá ætti ég heilar 10 krónur. Áðan hringdi einhver strákur í mig sem er í MH og vildi endilega fá hana leigða.. óséða, n.b. Ég sagði honum að við værum ekkert á leiðinni út strax og að þetta gerðist ekkert fyrr en einvherntímann eftir áramót.. skiptir engu.. ég skyldi hringja í hann med det samme þegar e-ð liggur fyrir. Skal gert, alveg eins og ég mun hafa samband við einn frænda minn, eitt verkalýðsfélag, vin kunningja vinar fyrrverandi sambýlismanns mákonu kunningja míns.. osfr. Þessi markaður er geðveikur... held að hægt sé að græða nokkrar krónur á því... og er það ekki bara í lagi?