Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


laugardagur, október 25

Laun fyrir vel unnið verk er að hafa unnið það

Hverjar sóttu svo um launahækkun í gær? Amk ekki stelpan sem er að vinna hjá Símanum og staðhæfði í kvöldfréttum í gær að það hefðu allir svo góð laun þar. Trúi henni ekki... held að yfirmaður hennar (karlmaður vitiði til) hafi staðið til hliðar og hvesst á hana augum. Ég hef nokkrum sinnum sótt um launahækkun, enda búin að vera á vinnumarkaði í einhver ár svo það er bara eðlilegt. Best launahækkunin sem ég fékk var eftir að VR hafði birt launakönnun sína (held að þetta hafi verið árið 2000) og þá sá ég að ég var með 10% lægri laun en karlmaður í minni stöðu. Ég þrammaði til míns yfirmanns og sagði að það væri ekki nema sjálfsagt að hækka laun mín um 10% þar sem ég væri aldrei veik, félli ekki verk úr hendi og væri kona. Fékk mína 10% hækkun en hef lítið fengið síðar. Núverandi yfirmaður minn er kona og finnst mér mjög óþægilegt að tala um svona mál við hana, í sannleika sagt. Þótt hún sé hinn fínasti yfirmaður að öðru leyti þá er hún samt sem áður kona. Ekkert við því að gera... Það er staðreynd að það eru til svokallaðar kvennastéttir, s.s. eins og gjaldkerar í bönkum (með nokkrum undantekningum), leikskólakennarar (með nokkrum undantekningum), þjónustufulltrúar (með nokkrum undantekningum), þroskaþjálfarar (með nokkrum undantekningum) osfr. Þessar stéttir eru lágnlaunastéttir því að konur vinna þær. Það er frekar önfer... dónt jú þínk? Einu sinni vann með mér kona sem fullyrti að henni þótti sjálfsagt að ég væri með hærri kaup en hún því hún ætti mann sem skaffaði vel en ég var bara alein að reka heilt heimili... það hljómaði frekar asnalega, en ég mótmæli ekki. Segi enn og aftur að þegar sá dagur rennur upp að einstæð móðir fær Fálkaorðuna þá verð ég sátt við orðunefndina... þær reka heilt heimili á einum launaseðli, með öllum þeim útgjöldum sem því fylgir... einum launum, nota bene. Þær eru kannski að reyna að vera skynsamar og vinna rosalega mikið en það kemur í bakið á manni, með hærri sköttum og lægri vaxtabótum. Svo er kerfið ekkert að auðvelda hlutina með því að láta gift fólk, eða í sambúð missa allskonar allskonar, vaxtadrasl og kjaftæði. Er nema von að fólk sjái ofsjónum yfir því að skrá sig í sambúð í þessu ófjölskylduvæna umhverfi? Held ekki og skil alla þá vel sem svindla á kefinu. Til að mynda þá þurftu minn fyrrverandi og kona hans að skrá sig tímabundið úr sambúð meðan hún fekk 90% lán til að fjárfesta í sinni íbúð. Þau voru of tekjuhá saman en hún sem pótesjal einstæð móðir gat fengið aukalán. Þetta var hlutur sem stofnunin sjálf ráðlagði þeim að gera, ekkert sem þeim datt í hug sjálf, enda góðir og löggildir borgarar. Þetta ber vott um að það sé e-ð að hjá þessu blessaða ríkisvaldi. Einu sinni átti ég enga peninga, sem gerist af og til á bestu heimilim. Ég átti enga útborgun í íbúð, var í leiguhúsnæði sem var búið að selja og uþb að lenda á götunni. Ég kyngdi fjárhagslegu stolti mínu, mjög tímabundið, og tölti niðrí aumingjastofnum (Félagsíbúðir eða hvað sem það heitir)... sótti um að fá íbúð í verkó en átti ekki nægilega mikið bágt til að fá inn hjá þeim. Urlaðist alveg og talaði við stjórann, með drenginn sofandi á öxl minni til að vekja meiri samúð (hey, sins jú hev þemnm, jús þemm) en nei.. ég var ekki sokkin nægilega langt í skuldir, óreglu eða hvað það varð sem ég þurfti að vera til að fá íbúð frá þeim. Sem betur fer, segi ég í dag, því hún blessuð móðir mín (sem er frábærasta mamma í heimi og reyndar sú eina sem ég á, tíhí) lét mig fá fyrirfram arf sem útborgun í nýja íbúð. Ég var heppin, líka að ég keypti mína íbúð á réttum tíma og hefur hún hækkað um ca 80% í verði síðan þá. Það eru því miður ekki allir sem eiga svona góða að.. sendi þeim hér með samúðarkveðjur, faðmlög og vona að þeir/þær fái einhverntímann Fálkaorðina.

En að öðru....

Í dag er Örleikritahátíð hjá Borgarleikhúsinu og mætir maður af sjálfsögðu þangað, við skelltum okkur til Slaugu áðan.. ég í blástur og Einsi í klippingu... hvað geriur maður ekki á svona dögum... tala nú ekki um þegar boðsmiði á Bessastaði fylgir í kjölfarið.. kaffiboð þar á morgun og það væri ógeðslega töff að liggja bara þunnir í sófanum á morgun, líta á úrið, geyspa og segja ,,Við eigum að mæta á Bessastaði eftir hálftíma... nennum við?" ..og dissa Óla. heheheh... Annars er ég svo lítill þjóðernissinni að mér er slétt sama... lít á þetta sem svo að ég sé eiginlga að bjóða sjálfri mér í kaffi, þar sem karlinn lifir á okkar skatttekjum. Því get ég gert hvað sem mér sýnist á Bessastöðum, hlegið hátt, dottið, prumpað og ef mér dettur svo í hug að kúka í koddaverið.. því ekki? Nei.. segi svona...

Svo var föstudagsgrín í vinnunni í gær... það var eitt af mínum betri ef ég segi sjáf frá. Þannig er að ein samstarfskona mín átti afmæli og kom ekki með neina köku í tilefni af því og urðum við frekar sár. Þannig að hún var tekin fyrir, saklaus manneskjan sem trúir engu slæmu upp á neinn. Ég fékk Elínu til að hringja og segjast heita Magga, hún var að hringja frá útvarpsstöðinni Rósinni (FM 86,5) og það væri þannig að á hverjum föstudegi væri eitt afmælisbarn dregið út potti og hlyti sú kona (í tilefni launahækkunardagsins) dekurdag hjá Baðhúsinu. Þar er innifalið nudd, maskadrasl, plokkun, förðun og allskonar allskonar. Þessu gleypti hún við alveg glerhráu. Það eina sem hún þurfti að gera var að syngja ,,Ég á afmæli í dag" í beinni... gerði hún það... svo fóru stelpurnar að hlægja... og þá fattaði vesalings konan að þetta var of gott til að vera satt. Hún, greyjið, (ég vissi þetta ekki) hefur aldrei unnið neitt á sinni ævi og héllt að loksins væri gæfan búin að snúast henni í hag.. aldeilis ekki, því miður. Við hlógum mikið að henni og lokapunkturinn kom svo þegar hún var að fara heim.., þá var hún e-ð að kveðja ,,góða helgi og allt það, takk fyrir að láta mér líða vel um tíma en svo illa". Ég rétti henni samanbrotið blað og tilkynnti henni að við hefðum af sjálfsögðu slegið saman í degurdag handa henni, þetta hefði allt verið grín og gjörðu svo vel, njóttu. Vonarglampinn í augum hennar lýsti upp skrifstofubyggingun en dó fljótlega þegar hún sá að blaðið var autt... það var fyndið. Hún fyrigaf mér og hló bara að öllu saman. Nú á ég von á að það verði keyrt yfir mig í dag, það falli elding mér í skaut eða brauðrist detti á hausinn á mér. Kannski á ég það skilið?

Comments: Skrifa ummæli