Ævintýrið um sýningu...
Gerðum heiðarlega tilraun til að sjá
Ævintýrið um Augastein áðan en vegna gríðarlegra tæknilegra örðuleika var það ekki gerlegt. Sýningin fór ekki vel af stað, Felix Bergsson aðalleikari, byrjaði sýninguna svolítið skringilega og tilkynnti svo að byrja þyrfti aftur, því hljóðið var ekki að virka sem skyldi. Sýningin byrjaði aftur en hlóðið datt aftur út... Felix héllt sínu striki og áfram gekk sýningin... eftir 10 mín tilkynnti hann að þar sem hljóðið ætlaði ekki að koma inn þá væri ekki hægt að halda henni áfram... Því var henni aflýst. Kannski sem betur fer.. því maðurinn minn er ferlegur Grinch þegar kemur að jólunum... og ekki spillir fyrir að uppáhaldið okkar.. NOT... Kolbrún Halldórsdóttir er að leikstýra... ég ákvað þó að vera með opin huga og enga fordóma. Held að við sendum bara krakkana næst þegar Alex Skúli kemur í heimsókn... fáum kannski Sögu lánaða til að hafa hemil á þessum drengjum? :-)
Árni Johnsen var að losna í dag af Kvígabryggju... það þarf ekki nema fimm vöruflutningabíla til að flytja draslið hans. Þrír bílar fullir af grjóti, einn af verkfærum og sá síðasti fullur af listaverkum! Haldiði að það c.... *hneyksl* Spáiði í því að losna út grjótinu með því að taka það allt saman með sér! Er það ekki þjófnaður?