Dáldið undarlegt að:
... í kvöld er síðasta sýningin á Beikum Tárum Petru Von Kant... Síðasta sinn sem mar leikur sér á
þennan hátt við þessar frábæru stelpur... á eftir að sakna þeirra...
... kennaraverkfall er að skella á og kennarar kvöddu börnin eins og um venjulegt helgarfrí væri að ræða...
... það telst vera verkfallsbrot ef fyrirtæki reyna að tryggja opnunartíma sinn og starfsgetu með því að hafa ofan af fyrir börnunum meðan kennararnir sita heima og heimta meiri pjéning. Er það verkfallsbrot ef ég tala um stærðfræði eða hátt bensínverð, stríðið í Írak eða eitthvað við barnið mitt milli kl. 08-15 á virkum dögum meðan kennarar eru í verkfalli? Hefði haldið ekki en
tennurnar segja annað... hafa kannski rétt fyrir sér, enda með meiri menntun, meira sumarfrí, hærri laun og færri starfsdaga en ég...
... núverandi forsætisráðherra veður í pjéningum eftir kerfi sem hann mótaði sjálfur og er leiðinlegt að horfa á anann hornfirðing smyrja krókinn sinn svona augljóst og vel...
... Alli sé að fara austur í ótilgreindan tíma... kannski í tvo daga? Kannski í tvo mánuði?
... eina búðin á Stöðvarfirði er að loka, þá verður að keyra yfir í Breiðdalsvík eða á Fáskrúðsfjörð eftir mjólkurpotti... og koma Stöðfirðingar kannski til með að keyra meira á Fáskrúðsfjörð... þeir versla ekki né styðja atvinnu á Breiðdalsvík... frekar keyrir minn fyrrverandi maður 54 km. eftir brauðbita...
... við Einsi eigum 1 1/2 árs ammæli á sunnudaginn og hefur E. af fyrra bragði pantað borð á Ítalíu... án þess að ég tuði um það og neyði hann til að vera rómantískur... hann er svooo æðislegur... :-)