Kæru þjóðfélagsþegnar
Ég ávarpa ykkur af virðingu, því ég þarf á ykkur að halda og allir þurfa jú á mér að halda. Vil bara benda á eitt og í leiðinni að biðja um eitt; ekki senda mér sms með beiðni um að kveikja á kerti því við kennum í brjósti um einhvern. Þetta er ekkert annað en peningaplokk og er ég þess fullviss að það er einhver starfsmaður hjá Símanum/Og Vodafone sem kom fyrsta sms-inu af stað. Fólkið úti í Guðmávitahvar-landi er alveg slétt sama um kertabruna á Íslandi. Það sér það ekki... fréttir aldrei af því. Hver er það sem græðir? Jú, það var rétt, heillin mín/karlinn minn... fyrirtækið sem sendi fyrsta sms-ið. Auðvitað líður þér líka vel yfir því að hafa dælt þessu skeyti áfram á alla vini þína, því þar með ert þú búinn að friða samviskuna oog finnst þú hafa lagt ei6tthvað af mörkum.... En hefur í raun ekkert gert það. Þessvegna er ég meira til í að hjálpa með því að hjálpa til í alvörunni... Ganga til góðs er í sjálfu sér ágætt og ætlum við Alli að gera það í ár, sem önnur ár. Deila má um hvort Rauði Krossinn sé bezti vettvangurinn til að styðja, en ég kann ekki neinn annan... vil ekki bara borga mig út úr krísunni með því að eyða 200,- kalli í ónauðsynleg sms skilaboð... frekar geng í dauð fram af ykkur öllum...
Guð... það er laugardaxkvöld og ég er að tala um þetta... bezt að fara að gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að öskra og æpa á fjölskylduna... *hrrrr* Æ vont a siggý....