Þyngdartölur:
17 dögum eftir að við hættum að reykja; ég var búin að þyngjast um 5 kíló. Komin upp í 69 sem er ansi ógnvænlegt! Ákveðið var á þriðjudaginn að við færum bæði á Atkins - en E. er að fitna líka þrátt fyrir að stunda líkamsræktina og borða minna. Þriðjudagurinn fór í vaskinn því þá var svo gott að borða hjá Valgerði svo að ég frestaði atkinskúr um einn dag. Eftir tvo heila daga (miðvikudag og fimmtudag) var ég búin að léttast um 3 kíló, eða komin niður í 66 kíló. Sama vikt, sama gerð af nærbuxum (nema hreinar í þetta skipti...hahha...), sami tími dagsins....
Held að kílóafjöldi sé bara bull... þetta er tæki sem stór grænn kall er að leika sér að með okkur... hann er skellihlægjandi núna!!! Þvílíka ruglið...