Sækórólegheit
Mmmm... alger rúsínuhelgi... Ekkert planað, nema renna með veitingar í frumsýnigarpartýið hjá LH en þar er frumsýnt ,,Að sjá til þín maður" í kvöld. Við skellum okkur á generallinn í gær og urðum heldur betur ekki fyrir vonbrigðum með það... frábært stykki og allir að gera góða hluti. Það eina sem var hægt að kvarta yfir (það er alltaf hægt að finna eitthvað slíkt) er að þau hefðu þurft á viku að halda í æfingum.. textalega séð... en þetta verður örugglega meirastasýning í kvöld... enda bara snilldarfólk á ferð... :-) Allir að mæta og sjá...