Sækókaffi
Greys mamma og Kolli í rafmagnsleysi fyrir austan ... mamma rétt náði til að hella upp á kaffi í gærkvöldi áður en rafmagnið fór aftur... í morgun var ástandið ekki billegt, kerlingargreyið þurfti að stela kaffi frá vöruafgreiðslunni í brúsa svo þau hjónaleysin hefðu eitthvað heitt að drekka í óveðrinu. Þetta er farið að minna óþægilega mikið á strákofaþorp eða landnámstíðina... Símin á Stöðvarfirði fer að slá út (svo ég haldi áfram að skúbba um veðrið færð ofl) því það lak vatn í símstöðina og hún er að ganga á batterýum.. sem eru að verða búin... Nennir einhver sem á leið um austfirðina að láta Gunna Bó á Brú fá fleiri batterý? Mig langar svo mikið til að heyra í Alla mínum :-)