Sækódama? Eða Sækódrama?
Er búin að komast að því að ég er of mikil dama til að líða vel á svona tónleikum eins og í gær :-( Var alveg bláedrú og fannst hver skítalyktin reka aðra, hávaðinn allt of mikill og hef ég varið pjéningunum mínum oft betur en þetta... muna næst: mæta haugadrukkin eða sleppa því... Sonur minn elskulegur er búinn að tilkynna mér að hann ætli að koma heim eftir næstu helgi, en þá förum við austur á ME-mótið... þarf einmitt að finna svörtu peysuna, gallabuxurnar og lopapeysuna... Vona að Berglind mæti í sínu... í hverju var aftur Einsi alltaf?
Legg svo til við útvarpsnefnd (af því mér finnst svo gaman að ávarpa stofnanir, sem vita sjaldan af þvi) að á laugardagskvöldum verði bara happy-news í sjónvarpsfréttum. Sleppum öllu tali um Írak, hungursneyðar og Bush... það er allt í lagi að hafa einu sinni í viku bara eitthvað skemmtilegt... ég get lítið gert við fjöldagröfunum sem fundust úti, því miður... líður hálf illa yfir því að vera Íslendingur og hafa það svona gott alla daga vikunnar, má ekki sleppa þessu einn dag?