Sækóvinna
Djíses hvað ég er orðin leið á að vera alltaf sífellt og einatt að vinna... hafði huxað mér að gera akkúrat ekki neitt í kvöld enda var ég að fá bókina
Súkkulaði í hendurnar og vildi skoða hana og slefa í rólegheitunum... þá rann upp fyrir mér að það er kominn þriðjudagur og sækókerlingin ekki ennþá búin að bóka Andrés sinn, ferðalag framundan, krakkinn að koma heim, hjálpartæki út um allt, matarboð annaðkvöld, fullt að þvo, strauja, elda, þrífa ... andskotans... af hverju er ekki vandi 3ja heimsins leystur með því að öllum er gefinn einn búskmaður til að sjá um svona hluti?