Fígaró... Fígaró...
Við gáfum Alla litla kisustelpu í jólagjöf, hún er dökk bröndótt, svolítið Bengal-lúkkíng og alveg agalega sæt... svo sæt að hluti af hjarta Mr. Einarssonar er bráðið og lint eins og smjör sem gleymist á eldhúsbekknum. Sonurinn er búin að grátbiðja um gæludýr, alveg síðan faðir hans og þáverandi sambýliskona gáfu honum kött sem sambýliskonan (þá orðin fyrrverandi) tók pjöggur sínar, og köttinn með! Sonur minn er semsé búinn að grátbiðja í mörg ár... og greinilega búinn að gefa upp alla von því hann var ekki búinn að minnast á þessa ósk sína í ár eða svo. Ég tók að rökræða þessa jólagjafahugmynd mína við Mr. Einarsson í nóvember-desember við dræmar undirtektir... í fyrstu. Eftir að ég var búinn að heilaþvo manninn, með ágætri aðstoð t.d. Ragga sem reyndist vera mun betri en enginn í þessari baráttu) þá sá hann greinilega fram á að frúnni yrði ekki snúið þá játaði hann sig sigraðann. Gaf mér gó á að fá nýjan fjölskyldimeðlim... eftir dálitla leit að réttu stærð, litum, kyni, aldri var fjársjóður fundinn... lítil kisustelpa sem hefur fengið það virðulega nafn Fígaró. Fígaró? spurja sig sumir og heyrðu þeir rétt... við bentum nýja eigandanum á að Fígaró væri karlmannsnafn á manni sem hélt brúðkaup... það skiptir engu máli... fígaró er nafnið sem á vð þessa stúlku :-) ... hafa má í huga að þessi eigandi átti einu sinni annan kettling (sem téð fyrrv. sambýliskona hirti með föggum sínum) em hann skýrði Pegasus eftir hesti, hann átti einnig einu sinni kaktus sem hann skýrði Toyotu... Einnig er sá hinn sami eigandi hlandviss um að hann og Fígaró séu með svona samskiptamál, en ef fígaró blikkar einu sinni augunum, eða hreyfir eini sinni eyrun þá þýði það
Já en ef það eru tvö blikk, eyrun hreyfð tvisvar eða eitthvað gert tvisvar þá þýði það
Nei ... þannig hefur kötturinn náð til að tjá sig um allskonar mál og taka sameiginlegar ákvarðanir með ýmsa hluti... eins og hvort hann vilji fara niður... á klóstið... þyrstur... Jólin því í ár eru sérlega gleðileg, ekki nóg með að maður búi með mönnum sem maður elskar meir og meir með hverjum degi... heldur einnig ketti :-)
Vonandi hafa allir það sem allra allra bezt yfir h-tíðarnar ... sem og alltaf... et, drekk og ver glöð!