Er bara til ein kamera í heiminum?
Fyrir svona fréttafíkla eins og mig getur oft verið hálf leiðingjarnt að fylgjast með fréttum hér á klakanum... maður náttlega byrjar á að horfa á fréttir Stöðvar tvö, því þær eru fyrr, voðalega lítið nýtt þar ef maður er búin að fylgjast með mbl.is líka yfir daginn. Hvað um það... þarna var frétt um það hvað það var mikill snjór úti í hinum stóra og greinilega kalda heimi. Íbúar Rússlands voru langþreyttir á þessu og kom örstutt myndskeið um það allt saman. Í sjónvarps fréttum Rúv var nákvæmlega sama myndskeiðið og sama viðtalið við greinilega eina íbúa Rússlands sem þorði út í þessum kulda... ég meina... er bara til ein kamera þarna úti? Eru batterýin að klárast eða vots góing on?