Og helgin kom.. og helgin fór...
púff.. stundum finnst mér eins og lífið sé bara bið þangað til næsta helgi rennur upp. Þessi síðasta var rosalega fín, við vorum í rólegheitum uppi í bústað, fórum Gullfoss og Geysi og var það í fyrsta sinn sem minn heittelskaði bar þau fyrirbæri augum. Honum fannst það ágætt... við keyrðum upp að Gullfoss, löbbuðum að útsýnispallinum, kíktum á hann og fórum inn og fengum okkur kaffi. Erum greinilega fólkið sem keyrir um með hundinn sinn í bandi út um bílgluggann... :-/ Eníhú og hvað um það.. þetta var fínt og nú er bara að bíða eftir næstu víkend svo hægt sé að gera eitthvað meira skemmtilegt. Okkur vantar pleyers-handbúk fyrir AD&D ... á einhver eitt stk. á lausu sem má missa það yfir næstu helgi? Ætlum að leika okkur við strákana...