Jæja...
Fór í skoðun áðan og það er hér með staðfest að ég er komin með yfir 100% sjón, sá mas meira en margur, meira en engin eins og doksi tjáði mér... þannig að ég er bara ferlega glöð. Pantaði jeppa yfir helgina og ætlum við hjónakornin að athuga hvort við séum svona útivistar/jeppafólk... eða hvort við höngum bara uppi í bústað í pottunum með öl í annari og iPod-inn í hinni... sjáum til :-) að vísu er Alli eitthvað slæmur í maganum ennþá, var sendur heim úr skólanum ... það fóru 6 krakkar heim úr bekknum hans... þetta er nú meiri helvítis pestarfjandinn... sjö, níu, þerettán... vonandi verðum við ekkert með þetta ógeð uppi í bústað.. það væri nú alveg eftir því... Fígaró ætlar að fara í útileigu til Árna Sæber um helgina, held að hún eigi eftir að skemmta sér mjög mjög vel :-) Bið ykkur bara vel að lifa, gangið hratt og örugglega um gleiðinnar dyr ... :-)