Afmælisblogg
Er að fara á spítalann núna, það eru í raun engar fréttir... mömmu var gefið blóð í gær og virðist vera kvalin þegar henni er snúið, en hún opnaði augun og leit á mig í gær þegar ég talaði við hana og sagði að Kolli væri að koma í bæinn að hitta hana... þessi elska á ammæli í dag og ætla ég að kyssa hana og kyssa til hamingju með daginn... hún náði þó að lifa það að verða 69 ára gömul, kerlingin... hún er hörð af sér og enga þekki ég sem er þrjóskari... svo ég vona hið besta...