Það er vont...
... að vita ekki neitt, vona það besta og búa sig undir það versta. Það er vont að vera svona langt í burtu, geta ekkert gert og vona bara að batterýið í símanum endist, að það komi góðar fréttir næst þegar síminn hringir... eða bara að hann hringi ekki neitt. Það er vont að vita til að grunnur mans, sál og öll undirstaða ílífinu er kannski að fjara út... og það síðasta sem maður sagði við hana var eitthvað um hvað maður var með í matinn... en ekki hvað maður elskaði hana, hvað maður metur hana mikils, hvað hún hefur haft mikil áhrif á allt og alla, hvað ég elska hana... Ef það er guð þarna úti þá má hann alveg líta til mömmu minnar og blása krafti í hana, bara svo hún komist í gegnum nóttina, bara svo hún þrauki til að maður geti sagt við hana hvað maður elskar hana mikið.