Og það er barasta kominn föstudagur...
mætti halda að ég bloggaði bara á föstudögum, enda eru það skemmtilegustu dagarnir, fyrir utan laugardagana... og sunnudagarnir eru ágætir líka. Reyndar eru allir dagar vikunnar góðir, það er gott að vakna og takast á við ný verkefni, skemmtilegar aðstæður og njóta þess að búa á Íslandi, skorta ekki neitt og hafa það fínt. Eins gott að maður er ekki með hungurvömb fastur í einhverri eyðimörk með ekkert að borða. já, maður hefur að fínt :-) Eddie Izzard var fínn í gær, langur en fínn... við skelltum okkur með Áslaugu og Helga og framhald á þeirri skemmtun í kvöld þegar við förum út að borða og í beinu framhaldi af því beint að glápa á Idolið... nú er bara að krossleggja lappir og vona að Hildur Vala taki þetta í kvöld... enda er hún best... langbest...