Hið góða:
... mamma er komin úr uppskurðinum... hafði hann af... við fengum að sjá hana á gjörgæsluna, hún er mjög bólgin enda eru víst háræðarnar fyrstar til að gefa sig svo allur vökvi fer út í vöðvana. Nýrun eru komin af stað aftur en þau eru víst líka fyrst til að gefa sig, líffæramegin. Mamma mín er á lífi... hef margoft farið að gráta í dag, enda er ekki gott að hringja út sömu söguna aftur... ganga í gegnum þetta aftur og aftur og hugga ættingja... sorrý... er frekar tötsý... mamma mín missti hendina í dag. Mamma mín fékk svo slæma steptókokkasýkingu í smá sár sem hún hafði á vinstri hendi að það varð að taka hana af við öxl. Streptókokkasýkingu. STREPTóKOKKASÝKINGU! Það eina sem hægt er að gera í stöðunni eins og hún er í dag er að bíða... og bíða... því það verður gerð önnur aðgerð á morgun og þá sjá þeir hvort þeim tókst að komast fyrir sýkinguna... eða hvort þeir taki meira. Á meðan er mamma mín í öndunarvél, haldið sofandi... svo bólgin og það er ekkert sem ég get gert... ekki neitt... frekar fúlt, ha?