Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


mánudagur, mars 21

Fengum að tala við bæklunarlækninn sem meðhöndlar mömmu í dag sem og yfirlækninn á gjörgæsludeildinni... þessi læknir vissi af einu öðru svona tilfelli af bakteríusýkingu ... það var í Bandaríkjunum og kona missti fót... og okkur skildist að hún hefði farið eftir viku... þorði ekki að spyrja... stundum vill maður ekki vita, bara vona. Ég ætla ekki að eyða orku í að vera reið út í spítalann á Norfirði og ásaka þá þar um að gera ekki neitt í stöðunni fyrr... króra sér bara í kollinum... það hefur ekkert svona alvarlegt tilfelli komið upp á Íslandi... og það þurfti endilega að vera mamma mín... Við elduðum einn af uppáhaldsréttunum hennar í kvöld og skáluðum fyrir henni, ég hvílsaði að henni áðan að ég ætlaði að gefa henni dásamlega gjöf að ári... ætla að halda henni afmælisveislu aldarinnar, helst með Geirmundi eða eitthvað sem hún fílar og bjóða öllum... öllum þeim sem vilja koma og fagna sjötugs ammælinu með henni. Þegar við vorum hjá henni áðan þá virtist hún vera með meðvitund, horfði á okkur og var að þreyfa á öndunarslöngunni (tengd við öndunarvélina) með tungunni, hún hreyfði hægri hendina til og virtist vera með á nótunum... annars veit ég ekki... mér fannst hún þjást... en hjúkrunarfræðingurinn sem er að meðhöndla hana þessa vakt sagði mér, sem mér hefur verið sagt áður, að hún gleymdi verkjunum um leið og mómentið liði hjá... allt gerist á milli draums og vöku hjá henni... ég veit ekki... bara svo lengi sem hún er ekki að þjást og alein... Horfi með öfund á fólk í umferðinni, á leið heim að elda kjötbollur á miðvikudögum og þetta daglega líf... það vill enginn standa í þessu... það er amk allt við það sama... bara bíða og vona... er ekki sú manneskja sem trúi mikið á hjálp að handan, en þar eru víst einhverjir þar að huxa til hennar og hjálpa... sem er bara gott... hún þarf alla þá aðstoð sem hægt er að veita henni.

Comments: Skrifa ummæli