Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


fimmtudagur, apríl 7

Rock´n Roll boys! 

Já, í dag er stór dagur í tónlistarsögu okkar jarðarbúa. Í dag var stofnuð hljómsveit... ekki er húin komin með nafn, það vantar söngvara og bassaleikara ennþá í bandið, en það stoppar nú engan. Alli er að læra á gítarinn hjá Bjarna í Mínus og þrátt fyrir einungis þrjá tíma i kennslu stofnaði hann og tveir bekkjarfélagar hans nýja grúppu.... sem á áræðanlega eftir að slá í gegn. Að vísu á trommuleikarinn ekkert trommusett ennþá, hann kann eiginlega ekkert á trommur... en hann fær að dabba á bongótrommurnar sem við eigum hér heima. Hljómborðsleikarinn er víst með einhverja reynslu af því að hitta á rétta tóna og kom hann með byrjun að lagi í dag... og bjó Alli svo til viðlag og gítardót í það lag. Þetta er allt mjög alvarlegt hér á bæ og getur maður ekki annað en dáðst að þessum elskum. Hinn sonurinn ætlar nú að verða frægur í annari hljómsveit og búa í Hollywood... það er stuð hér þegar magnararnir eru blöstaðir í gang og rokkið byrjar að ískra í eyrum... :-) Alli er samt að spá í að kannski, huxanlega bjóða Alex Skúla í sitt band... því hann er nefnilega orðinn svo helvíti góður á gítar... það þarf smá reynslu í svona gigg... :-)
Mamma er að vakna, í dag var hún alveg tekin af svæfingarlyfinu sínu svo allt er að gerast... hún er bara alveg að verða spinnegal á því að geta ekkert talað, auk þess hefur hún ekki verið með heyrnartækin propperly svo hún hefur verið hálf heyrnarlaus líka... ekki besta tilfinning í heimi... vakna á spítala, mállaus, heyrnarlaus... Ég vona, óska og þrái innilega af öllu hjarta að þessi blessaða öndunarvél fari að fara að fara... omg hvað ég óska þess heitt... Ég lenti í svolítið fyndnu í gær, hrindi eins og venjulega um hádegisbilið til að fá fréttir af stofugangi og hvernig nóttin hafi verið hjá kerlu. Ung hjúkrunarkona svaraði en hún tjáði mér að Jóhanna væri miklu hressari, hún hefði fengið að sitja á rúmstokknum svolitla stund og þau voru að reyna að koma í hana mat, en henni var bara svo flökurt ennþá að það væri ekki hægt... ég kváði, hjartað tók kipp... jájá, miklu hressari og bara allt að gerast... ég spurði hvenær hún hefði verið tekin úr öndunarvélinni... hjúkkan kváði þá á móti... hló og sagði mér að híun væri vitlaus hjúkka.... ég vissi það náttlega, en hún meinti þá að hún var að hjúkra annari Jóhönnu sem var miklu yngri en mamma og hennar mál allt annars eðlis... það var ekki gott að falla svona hratt frá himnaríki og niður í slydduna hér á jörð... :-( En einhverntímann hringir kannski einhver annar og spyr um Jóhönnu og þá verður það hjúkkan hennar mömmu sem svarar með þeim orðum að mamma sé útskrifuð og búi ekki þarna lengur... einhverntímann á mamma eftir að lesa þessar línur sjálf... vil bara segja í þúsundasta skipti: IlovYa!

Comments: Skrifa ummæli