Það er að kveikna í....
Votum að borða grillmat, við erum ekkert sérlega góðir grillarar... meira svona brennarar. Það logaði í grillinu löngu eftir að við tókum steikurnar af og mikið og þykkt ský lagðist yfir Ártúnsholtið :-/ Svona er þetta bara, mar getur ekki verið bestur í öllu... Annars er það helst í fréttum að Einar er að fara úr hreiðrinu í marga marga daga, veit ekki hvað ég geri án hans á meðan. Sem betur fer hef ég hinn rauðhærða drenginn til að knúsast í á meðan, verst að hann er að verða svo mikill táningur að það má víst ekki leiða eða kyssast á götum úti... úff, frekjan í þessu. Skemmtilegur dagur rennur upp á morgun ... set kannski inn myndir á laugardaginn... Best að loka á sér þverrifuni áður en barnið dettur í´ða :-)