Og þá er það ferðasagan
Já, best að ljúka henni af á meðan hún er enn í fersku minni... eða þannig :s Við lögðum af stað að kveldi miðvikud. og sóttist ferðin ágætlega, Einar sat undir stýri og var með sætt trýni, færð var góð, veður lyngt, þoka og slæðingar. Við vorum komin á áfangastað um miðnæturleytið eða rétt rúmlega það, það var niðamyrkur og mjög mjög á staðnum. Við beindum bílljósunum að rútu einni sem er hjá Víðihól, en í henni er rafall sem þarf að setja í gang svo hægt sé að fá rafmagn... Einsi hafði gleymt að segja mér að það var ekki rennandi vatn þarna né rafmagn... en maður lifði það af eins og allt annað.. úff... og engin uppþvottavél skal ég segja ykkur... omg. En hvað um það, við áðum og sváfum vel, vöknuðum fyrir allar aldir og dagurinn leið í að gera ekki neitt, jú, Maggi fór að veiða (sjá myndir) og við skelltum okkur í gönguferðir og almennt hangs. Svo var farið að sofa, sofið vel enda í mikilli kyrrð... engin uppþvottavél eða neitt til að vekja mann með pípum eða öðrum óhjóðum. Þegar við vorum búin að ganga frá bátnum þá var farið af stað í Menninguna (m.ö.o. Egilsstaði). Við komum þangað akkúrat í dinner til Gullu tengdó svo svo kíktum við aðeins út, en það voru einhverjir tónleikar niðrí ,,bæ" (hjá þe Seilskeil) og mikið af unglingum sem voru blindblind fullir að austfirskum sið. Við fórum aðeins inn í kaffihús ká há bjé og vorum jafnsnögg aftur út, hittum Guðjón Sigvalda, Stebba og einhverja fleiri skettlega svo það var bara áð úti í fersku loftinu, laus við ítölsku og annan óþverra. Laugardagurinn rann svo upp, mildur og fagur með blóm í haga og fullan maga (eftir morgunverð hjá Gullu). Einar die trúbbítor græjaði sig upp og hélt sem leið lá í Húsasmiðjuna, enda var hún að sponsa hann og því við hæfi að hefja upp raust sína fyrst þar. Þeir tónleikar tókust með afbrigðum vel (sjá myndir) og næsta stopp var Jökulsárbrúin. Þar var ENGIN þegar við komum þangað, en fljótlega dreif að fólk sem vildi upplifa eitthvað öðruvísi og spennandi. Þeir tónleikar tókust einnig vel, Trúbbinn var að vísu orðinn dulítið kaldur og hrakinn, en hann fékk söngvatn sér til hressingar og yndisauka :-) Næsta stopp var fyndið, en það var Skjöldólfsstaðir... þar höfðu konurnar í sveitinni tekið sig saman og voru með kökuhlaðborð sem fjórir sveitungar þeirra voru að gæða sér á þegar við renndum í hlað. Við jukum semsé töluna verulega, Einar hóf upp sína fögru raust og við hlustuðum af mikilli innlifun, öll sex :-) Næsta stopp var svo Sænautasel, en þangað höfðum við aldrei komið áður. Þar voru merkilegir torfbæir og gaman að spila (sjá myndir) og taka myndir. Næsti stopp voru svo sjálfir Möðruvellir, en á leiðinni þangað sáum við gjörning sem Guðjón Sig og fleiri voru að bralla, helvíti flott hjá þeim... (sjá mynir og allt það... ) túbbinn hóf upp raust sína við mikið fjölmenni og mikið stuð. Allir sungu með og átti að klappa kallinn upp, en hann hafði ekki haft rænu á að vera með aukalög á takteininum svo ekkert varð úr því. Við brunuðum svo á Egilsstaði, með Einsa á mótorhjólinu á undan, í kulda og rigningu.. og mikið vorkenndi ég þessari elsku að vera ekki inni í hlýja bílnum og stuðinu með okkur Ása og Magga. En hvað um það... hann fékk borgað fyrir þetta svo honum er engin vorkun. Þegar á Egilsstaði var komið, sem var frekar seint, þá var sturtutími hjá okkur, því nú skyldi skella sér á sveitaball... og það í Valaskjálf. OMG... Ási hafði aldrei farið og Maggi bró ekki síðan sautjánhundruðogsúrkál-eitthvað. Við drukkum okkur blindfull, fórum á ball... en hvað gerist? Engin slagsmál, ekki einu sinni hópslagsmál... úff.. það er af sem áður var... en við náðum þó til að fara á trúnó við hina og þessa (ég er að tala um sjálfa mig, skelfilega varð ég full.. omg...)... fara í partý og vera bara fullur og asnalegur á sveitaballi, enda mörg ár síðan mar var í solleis þjálfun. Sunnudagurinn leið svo undir stýri með viðkomu hjá mömmsu sem bauð í kaffi og brauð. Mikið var þetta skettleg ferð... glöð yfir því að vera búin að sjá ættaróðalið hans Einsa og veit að það verður farið aftur þangað uppeftir... færi samt fyrr ef það væri klósett á staðnum :s .... en hefur mar ekki bara gott af því að láta rakt grasið leika um klofið á manni þegar mar mígur? Held það bara...
Eníhú... hér eru
myndir