Djöfuls læti eru þetta...?
Eins og glöggir áhorfendur sáu í fréttunum í kvöld þá voru ólæti í vinnuni minni í dag. Einhverjir vesælir umhverfisverndarsinnar sáu sér ekki annað fært en að athuga með aðgengi fatraðra í húsinu og enduðu á að vera með geðveik læti. hlekkja sig við hvert annað og almenn hrekkjubrögð. Ég hélt fyrst að þarna væru á ferðinni krakkar að ,,trikkaogtrída" en svo var víst ekki... og rann upp kaldur sannleikurinn fyrir okkur þegar Svarta María rann í hlaðið... Alcoa er nefnilega í sama húsi og við... meira vesenið á þessu fólki í dag... Við vorum svosem glaðar því það komu tvær leynilöggur til okkar og fengu að hanga og fylgjast með þessum lýð reyna að finna lykilinn að hlekkjunum - þetta voru svona leynilögur eins og mar sér í bíóinu - sætar, brúnar, stæltar og örugglega með handjárn í innánávasanum... ekkert smá töff... Drottningin rann til á stólnum eins og flóð og fjara... ég vildi ná mér í smá rokkstig hjá þessum DieHard töffurum með því að bjóða mótmælendum inn til okkar.. þeir hefðu getað fengið sleikjó og nammi í tilefni dagsins, en hrökklaðist undan þegar ég sá að þetta voru bara einhverjir tíundubekkingar sem voru orðnir of gamlir til að fara í Kringluna. Ég spyr bara... hefur fólk ekkert betra að gera en að ónáða annað fólk og skapa vandræði og læti? -samt ekkert að kvarta þannig séð... höfðum nokkra konfektmola fyrir andlitunum á okkur í staðinn :-)