Og einn góður í tilefni þessa föstudags:
Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Kristján Einarsson frá Djúpalæk voru vinir
og báðir landsþekktir hagyrðingar. Þegar þessi saga gerðist bjuggu þeir báðir á Akureyri. Eitt sinn var Einar úti á göngu að vetrarlagi og gekk þá fram á snjótittling sem lá í öngviti á jörðinni. Hafði sennilega flogið á snúru. Hann tók fuglinn upp og fann að hjartað sló svo hann fór með hann heim til sín. Fuglinn hresstist brátt og fann Einar þá búr og setti fuglinn í það og kom búrinu fyrir í stofuglugganum. Þegar hann var að bjástra við að koma búrinu fyrir í glugganum gekk Kristján frá Djúpalæk fyrir gluggann og sá hvað hann er að gera.
Hann orti vísu og sendi Einari.
Einar greyið ýmsar raunir hrjá
ekkert má skáldið hugga.
Inni í stofu tyllir sér á tá
með tittlinginn úti í glugga.
Einar vildi ekki láta Kristján eiga neitt hjá sér og sendi vísu til baka.
Elsku vin ég aumka en skil
öfundina þína.
Þú átt engan tittling til
sem tekur því að sýna.