Afangi 1 = Hornafjörður
Við lögðum sem leið lá á Hornafjörð í gær því fóstursonurinn á víst að fermast um helgina og gistum við hjá mömmsu í nótt. Hornafjörður tók á móti okkur með þvílíku sólsetri að ég hef sjaldan séð annað eins - fjólublár himinn og fegurðin eftir því :-) Tók fullt af myndum sem verða settar á netið þegar við komum heim... annars er stefnan tekin á Egilsstaði í dag og kemur mamma með okkur og ætlum við að vera þar eitthvað framyfir helgi. Eftir það er stefnan tekin á Víðihól sem er ættaróðalið hjá Einsa og co. og verðum við þar fram í næstu viku - eða þar til við verðum að fara í bað :-) ...þetta er ekta sumarbústaður með engu rafmagni eins og þeir voru í ,,gamla daga" og ef skíturinn er að drepa mann er um að gera að steypa sér í Viðarvatn og synda þar með silungunum :-)
...annars var kaffikannan að klára sína uppáhelingu númer tvö og er um að gera að skella sér í sólina - bilað gott veður hér :-)
Túrílú - Siggadís = nýr starfsmaður JB-byggingafélags